Mikill viðbúnaður hjá WHO vegna svínainnflúensu

00:00
00:00

Mik­ill viðbúnaður er hjá Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­inni (WHO) vegna svínainn­flú­ensu sem virðist vera mann­skæð. En talið er að allt að 60 manns í Mexí­kó hafi lát­ist úr inn­flú­ens­unni, auk þess sem nokkr­ir hafi sýkst í Banda­ríkj­un­um.

„Það sem mest­um áhyggj­um veld­ur er að að vírus­inn virðist ber­ast manna á milli,“ hef­ur AFP frétta­stof­an eft­ir Thom­as Abra­ham, tals­manni WHO, sem sagði vírus­inn virðast hafa stökk­breyst með hætti sem ekki hefði áður sést.

Að sögn Dave Daigle, hjá sótt­varn­ar­eft­ir­liti Banda­ríkj­anna sem á nú í nánu sam­starfi við WHO, er út­liti fyr­ir að af­brigði fuglaflensu, tvenns kon­ar af­brigði svínainn­flú­ensu og af­brigði hefðbund­inn­ar flensu sem herj­ar á menn hafi nú í fyrsta skipti sam­ein­ast.

Þessi ein­kenni, ásamt því að flens­an virðist einnig leggj­ast á ungt heil­brigt fólk en ekki aldraða eða ung börn, hef­ur vakið áhyggj­ur um hætt­una á veru­lega al­var­legu far­aldri.

Auðvelt er fyr­ir vírusa að sam­ein­ast í lík­ama svíns hafi dýrið verið smitað af fleiri enn ein­um vírus á sama tíma og fram­kalla þar með nýtt og heift­ar­legra af­brigði. 

Talið er að allt að þúsund manns hafi veikst af svínainn­flú­ens­unni í Mexí­kó og er búið að sýna fram á að a.m.k. 12 þeirra sem lét­ust hafi verið smitaðir af veiru af sama stofni og átta Banda­ríkja­menn sem veikt­ust í Texas og Kali­forn­íu, þó að Banda­ríkja­menn­irn­ir hafi all­ir náð heilsu á ný.

Þá hafa 75 náms­menn í New York greinst með ein­kenni lík inn­flú­ens­unni og sæta nú frek­ari rann­sókn­um að sögn CNN frétta­stof­unn­ar.

Í Mexíkó ganga margir nú með grímur af ótta við …
Í Mexí­kó ganga marg­ir nú með grím­ur af ótta við flens­una. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert