Stjórnarflokkurinn Afríska þjóðarráðið (ANC) var nálægt því að hljóta tvo þriðjuhluta atkvæða í þingkosningum Suður-Afríku þegar 99% þeirra höfðu verið talin. Slíkur meirihluti er nauðsynlegur í þinginu til að unnt sé að vinna stjórnarskrárbreytingar.
Úrslitin greiða leiðtoga flokksins, Jacob Zuma, leiðina í forsetastól en stuðningsmenn flokksins fögnuðu ákaft um alla S-Afríku í gær.
ANC hefur nú 66,02% atkvæða, Lýðræðisbandalagið (DA) hefur fengið 16% og Ráð fólksins (Cope) 7%.
Kjörsókn hefur verið mjög góð eða allt að 80% á mörgum stöðum. Þetta eru fjórðu kosningarnar sem haldnar eru í landinu frá því að aðskilnaðarstefnan var afnumin í landinu.