81 látinn úr svínaflensu

Biðraðir hafa myndast á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna en margir …
Biðraðir hafa myndast á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna en margir vilja forða sér frá Mexíkó vegna flensunnar Reuters

Stjórnvöld í Mexíkó segja að 81 sé látinn úr svínaflensu í landinu en veikin fer nú eins og eldur í sinu milli íbúa landsins. Opinberum byggingum hefur verið lokað, öllum stórum viðburðum aflýst og fólk beðið um að halda sig heima til þess að forðast sýkingu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) óttast að svínaflensan geti orðið að heimsfaraldri og að öll ríki heims verði að vera á varðbergi.

Einhverjir hafa veikst úr svínaflensu í Bandaríkjunum en enginn hefur látist úr veikinni, að því er fram kemur á vef BBC.

Í Mexíkó hefur mörgum viðburðum verið frestað vegna svínaflensunnar
Í Mexíkó hefur mörgum viðburðum verið frestað vegna svínaflensunnar Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert