Grunur um svínaflensu á Spáni

Óttast er að sex manns á Spáni hafi veikst af svínaflensu, að sögn þarlendra embættismanna. Þá hafa fjögur tilfelli greinst í Kanada. Bandaríkjastjórn lýsti í dag yfir neyðarástandi vegna svínaflensufaraldurs, sem virðist vera að breiðast út, og mun fylgjast grannt með gestum frá svæðum þar sem sjúkdómurinn hefur greinst.

Staðfest hafa verið 20 tilfelli af svínaflensu í Bandaríkjunum. Janet Napolitano, ráðherra heimavarnarmála, sagði að það væru eðlileg viðbrögð að grípa til ráðstafana til að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. 

Sænskt yfirvöld fylgjast nú með sex manns, sem hafa veikst eftir að hafa verið í Mexíkó þar sem svínaflensunnar varð fyrst vart. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert