Mótmælt á Norðurbrú

mbl.is/Brynjar Gauti

„Hvenær verða börnin okkar að fórnarlömbum?“ spyrja foreldrar á Norðurbrú í Kaupmannahöfn en þeir efna til mótmæla í dag vegna skotárása sem hafa verið algengar í hverfinu síðastliðna mánuði. Á miðvikudag og laugardag voru almennir borgarar skotnir um hábjartan dag en skotárásirnar tengjast ágreiningi glæpagengja í borginni.

„Við höfum áhyggjur af börnunum okkar. Að þau verði fyrir barðinu á þessum miskunnarlausu árásarmönnum eða að missi foreldra sína en litlu munaði að svo færi á miðvikudag. Við viljum að skotárásirnar hætti - bæði hér á Norðurbrú og annarsstaðar í landinu,“ segir í bréfi frá foresdrunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert