Atvinnuleysi eykst í Finnlandi

Atvinnuleysi eykst í Finnlandi og mælist nú 8,3%, samanborið við 7,6% í mars. Þannig bættust 42.000 atvinnulausir á skrá, sem þýðir að heildarfjöldi atvinnulausra er um 222 þúsund manns. Þetta kemur fram í tölum finnsku hagfræðistofnunarinnar. 

Fyrir rúmu ári mældist atvinnuleysi 6,8%. Alls voru 2,5 milljón Finna á atvinnumarkaði í seinasta mánuði, en alls búa í landinu 5,3 milljón manns. 

Atvinnuleysi mælist mest í yngsta aldurshópnum. Þannig eru 17,5% þeirra sem eru á aldrinum 15 til 24 ára atvinnulausir, samanborið við 16,3% í febrúar sl. 

með alheimsefnahagslægðinni hefur eftirspurn eftir finnskum vörum dregist saman, sem svo aftur endurspeglast í fjöldauppsögnum og færri lausum stöðum á vinnumarkaði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert