Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna svínaflensunnar. Schwarzenegger sagði þetta gert til að hefta útbreiðslu flensunnar. Vitað er um 11 manns í ríkinu sem hafa sýkst af svínaflensunni og grunur leikur á að tveir hafi látist.
Schwarzenegger lagði áherslu á það í yfirlýsingu, að engin bráð hætta væri á ferðum en þessi yfirlýsing gerði stjórnvöldum kleift að grípa til ráðstafana tilað hefta útbreiðslu veikinnar.
Stjórnvöld í Kalíforníu sögðu í dag, að verið væri að rannsaka tvö dauðsföll í Los Angeles sem hugsanlega stafa af svínaflensu.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld að hann myndi fara fram á 1,5 milljarðs dala aukafjárveitingu frá Bandaríkjaþingi vegna aðgerða sem ætlað er að draga úr úrbreiðslu svínaflensunnar.