Of seint að hindra útbreiðslu

Á Cancun flugvellinum í Mexíkó upplýsir Javier SuArez Estrada nýlenta …
Á Cancun flugvellinum í Mexíkó upplýsir Javier SuArez Estrada nýlenta farþega um til hvaða ráðstafana þeir eigi að grípa til þess að forðast hugsanlegt smit. VICTOR RUIZ

Aðstoðarfram­kvæmda­stjóri hjá Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (WHO), Keiji Fukuda, tel­ur ógern­ing­ur að hindra frek­ari út­breiðslu svín­flens­unn­ar og hvet­ur þjóðir heims þess í stað til þess að skerpa á viðbrögðum sín­um og draga úr áhrif­um flens­unn­ar með öllu móti. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

WHO hækkaði í gær­kvöldi viðbúnaðarstig vegna svínaflensu úr þrem­ur í fjög­ur á neyðar­fundi sér­fræðinga stofn­un­ar­inn­ar. Viðbúnaðarstig fjög­ur þýðir að veir­an  hafi þróað með sér hæfi­leika til að bersat á milli fólks og geti valdið staðbundn­um far­aldi. Kerfi WHO er í sex stig­um og því vant­ar aðeins tvö stig upp á að lýst verði yfir heims­far­aldri.

Talið er að 152 manns hafi lát­ist vegna veirunn­ar í Mexí­kó, en þess ber að geta að aðeins tutt­ugu til­felli er staðfest. Mild­ari af­brigði svínaflens­unn­ar hafa greinst í Banda­ríkj­un­um, Kan­ada, Spáni og Bretlandi. 

Að sögn Keiji Fukuda mæl­ir WHO ekki með því að landa­mær­um verði lokað eða tak­mark­an­ir sett­ar á ferðaf­relsi fólks.  „Það myndi ekki hafa nein áhrif, þar sem veir­an hef­ur þegar dreift sér til margra landa,“ er haft eft­ir hon­um á frétta­veitu AP.

WHO hvet­ur þó alla sem sýna ein­kenni flensu­smits áður en til ferðalags kem­ur að fresta ferðalög­um sín­um út fyr­ir land­stein­ana, en þeim sem verða slapp­ir eft­ir ferðalag að leita til lækn­is. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert