Óttast dauðsföll í Bandaríkjunum

Heilbrigðisstarfsfólk á sjúkrahúsi sjóhersins í Mexíkóborg ver sig gegn flensunni …
Heilbrigðisstarfsfólk á sjúkrahúsi sjóhersins í Mexíkóborg ver sig gegn flensunni með grímum og varnarbúningum. Reuters

Sér­fræðing­ar víða að úr heim­in­um funda á morg­un á veg­um Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO) sem nú reyn­ir að hamla gegn út­breiðslu svínaflens­unn­ar.

Í til­kynn­ingu á heimasíðu WHO síðdeg­is í dag seg­ir að fund­ur vís­inda­mann­anna sé hald­inn til að afla ná­kvæm­ari vís­inda­legra upp­lýs­inga um svínaflens­una. „Sér­fræðing­ar frá lönd­um þar sem veik­in hef­ur komið upp munu greina frá stöðunni og ræða hvað vitað er um sjúk­dóm­inn frá veiru­fræðilegu, far­alds­fræðilegu og lækn­is­fræðilegu sjón­ar­horni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Flug­fé­lög og ferðaskrif­stof­ur hættu við flug­ferðir til Mexí­kó í dag um leið og ótti við nýtt ban­vænt af­brigði in­flú­ensu jókst víða. Í dag bætt­ust við mörg dæmi um meint sjúk­dómstil­felli víða um heim. 

Banda­rík­in hafa varað við því að bú­ast megi við dauðsföll­um af völd­um veik­inn­ar. Til þessa hef­ur svínaflens­an ein­ung­is dregið fólk í Mexí­kó til dauða. Þar hafa meira en 150 manns fallið fyr­ir sjúk­dómn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert