Hernaðaraðgerðum Breta í Írak lýkur formlega síðar í dag þegar yfirmaður breska herliðsins afhendir Bandaríkjamönnum formlega friðargæsluhlutverk, sem Bretar hafa haft með höndum í suðurhluta Íraks í rúm sex ár. Gert er ráð fyrir að allt breskt herlið verði á brott frá Írak fyrir lok vikunnar, mánuði á undan áætlun.
Minningarathöfn var haldin í Basra í dag vegna þeirra 179 bresku hermanna, sem látið hafa lífið í Írak frá því innrásin var gerð í landið 20. mars 2003. John Hutton, varnarmálaráðherra Bretlands, var viðstaddur athöfnina.
Fyrr á þessu ári var Írökum afhent yfirráð yfir alþjóðaflugvellinum í Basra en Bretar notuðu hann sem herstöð.