Faraldur e.t.v. ekki skæður

Androulla Vassiliou, sem fer með heilbrigðismál í framkvæmdastjórn ESB.
Androulla Vassiliou, sem fer með heilbrigðismál í framkvæmdastjórn ESB. Reuters

Androulla Vassili­ou, sem fer með heil­brigðismál í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, seg­ir að það sé „mjög lík­legt“ að svínaflensu­veir­an leiði til heims­far­ald­urs en það þýði ekki endi­lega að far­ald­ur­inn verði mann­skæður.

Vassi­lou sagði þetta eft­ir skyndi­fund heil­brigðisráðherra aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins um málið í Lúx­em­borg í dag. Hún sagði að Evr­ópu­rík­in væru vel und­ir það búin að tak­ast á við svínaflensu­veiruna og eng­in ástæða væri til „ofs­hræðslu“.

Staðfest hef­ur verið að svínaflensu­veir­an hef­ur breiðst út til sex Evr­ópu­landa. Ekk­ert smittil­fell­anna í álf­unni er al­var­legt.

Á fundi heil­brigðisráðherr­anna var til­lögu Frakka um bann við farþega­flugi til Mexí­kó hafnað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert