Starfsmaður Alþjóðabankans í Washington hefur verið greindur með svínaflensu. Maðurinn veiktist af flensu eftir ferðalag til Mexíkó og reyndist flensan vera svínaflenska. Maðurinn hefur að fullu náð sér af flensunni en hann fór til Mexíkó um miðjan apríl á vegum Alþjóðabankans.