Banna flug frá Mexíkó til Kína

Lögreglumenn í Hong Kong á verði við inngang hótels sem …
Lögreglumenn í Hong Kong á verði við inngang hótels sem sett var í sóttkví í dag eftir að mexíkóskur ferðamaður, sem gisti þar, reyndist vera með svínaflensuveiruna. Reuters

Kínversk yfirvöld hafa stöðvað farþegaflug frá Mexíkó til Sjanghæ eftir að mexíkóskur ferðamaður, sem kom til Hong Kong frá Sjanghæ, reyndist vera með svínaflensuveiruna.

Kínverskir fjölmiðlar segja að yfirvöldin hafi skýrt stjórn Mexíkó og flugfélögum frá þessari ákvörðun. Kínversk yfirvöld íhugi að senda leiguflugvél til Mexíkó á sunnudag til að sækja kínverska ferðamenn.

Skýrt var frá því fyrr í dag að 25 ára mexíkóskur ferðamaður í Hong Kong hefði greinst með svínaflensuveiruna og var það fyrsta smittilfellið í Asíu. Maðurinn hafði ferðast til Hong Kong frá Mexíkó með viðkomu í Sjanghæ. Ákveðið var að setja allt hótel ferðamannsins í Hong Kong í sóttkví.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka