Fjölmenni í kröfugöngum

Mikið fjölmenni tók þátt í kröfugöngum á 1. maí í Þýskalandi og Frakklandi í dag. Átök brutust út á milli lögreglu og fólks sem mótmælti efnahagsástandinu í heiminum víða. Í Berlín voru tugir handteknir og í Istanbul í Tyrklandi beitti lögregla táragasi og sprautaði vatni með háþrýstidælum á æsta mótmælendur sem hentu bensínsprengjum og brutu rúður í verslunum og bönkum.Gríska lögreglan átti einnig í nógu að snúast í Aþenu þar sem fólk lét skap sitt dynja á bönkum. 

Víðast hvar, svo sem í Frakklandi, Rússlandi, Filippseyjum og Japan lögðu þeir sem tóku þátt í kröfugöngum áherslu á að skapa verði aukin atvinnutækifæri. Þessi ríki glíma við atvinnuleysi líkt og flest önnur ríki heimsins um þessar mundir.


Fjölmenni var í kröfugöngu í París í dag
Fjölmenni var í kröfugöngu í París í dag Reuters
Nýnasistar komu saman á 1. maí í Berlín
Nýnasistar komu saman á 1. maí í Berlín Reuters
Sósíalistar mættu í kröfugöngu í París í dag.
Sósíalistar mættu í kröfugöngu í París í dag. Reuters
Frá Berlín í dag
Frá Berlín í dag Reuters
Fabrizio Bensch
Fabrizio Bensch
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert