Spenna í Frakklandi

Boðaðir hafa verið 300 baráttufundir í Frakklandi í tilefni af baráttudegi verkalýðsins í dag og hafa átta stærstu verkalýðsfélög landsins hvatt félagssmenn sína til að taka þátt í samkomunum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Mikil spenna er í Frakklandi vegna stöðu efnahagsmála og fækkunar starfa í landinu og hafa háskólakennarar, sjúkrahússtarfsmenn og sjómenn m.a. efnt til verkfalla í lansdinu að undanförnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert