Svínaflensa staðfest í Danmörku

Ferðamenn bera grímur á götu í Paris vegna ótta við …
Ferðamenn bera grímur á götu í Paris vegna ótta við svínaflensuna. Reuters

Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa staðfest að danskur ríkisborgari hafi greinst með svínaflensuna A H1N1. Ekki hafa verið veittar nánari upplýsingar um málið en talið er að maðurinn hafi smitast annars staðar en í  Danmörku.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá almannavarnadeild og sóttvarnalækni á Íslandi að staðfest tilvik svínainflúensu í heiminum hafi í morgun verið alls 481, þar af 312 í Mexíkó. Alls hafa þrettán látist úr veikinni þar af tólf í Mexíkó og einn í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert