Egyptar slátra svínum

Svín á svínabúi í Cairo.
Svín á svínabúi í Cairo. Reuters

Egyptar hófu í dag að slátra öllum 250 þúsund svínum landsins, þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi gefið það út að ekkert bendi til þess að svín breiði út svínaflensu. Yfirvöld í Egyptalandi segja aðgerð sína til tryggja heilsu landsmanna.

Embættismenn með stuðningi lögreglu hafa tekið heilu svínabúin eignarnámi. Yfirvöld hafa lofað að svínabændur fái bætur fyrir svín sín en nokkrir bændur hafa greint fjölmiðlum frá því að loforðið hafi ekki verið efnt.

Aðgerð Egypta er afar umdeild, bæði innanlands og utan.


Egypskur drengur hjálpar til að við að fanga svín sem …
Egypskur drengur hjálpar til að við að fanga svín sem leidd verða til slátrunar. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert