Svín greind með flensu í Kanada

ASMAA WAGUIH

Svín í Alberta í Kanada hafa greinst með H1N1, eða svínaflensu, samkvæmt upplýsingum frá kanadískum stjórnvöldum. Svínin sem eru sýkt eru komin í sóttkví og leitað er leiða til að koma í veg fyrir frekari smit til manna og dýra.

Um þrjátíu ný tilfelli flensunnar greindust í Kanada í dag. Alls hafa 85 Kanadamenn smitast af svínaflensu.

HAZIR REKA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert