226 svínaflensutilfelli í Bandaríkjunum

Margir reyna að verjast sýkingum með því að ganga með …
Margir reyna að verjast sýkingum með því að ganga með andlitsgrímur. TOMAS BRAVO

Svínaflensa hefur nú greinst í meira en helmingi allra ríkja Bandaríkjanna. 226 tilfelli hafa greinst í 30 ríkjum og verður vafalaust komin í öll fylkin innan skamms, að sögn heilbrigðisyfirvalda vestanhafs.

Enn hefur þó aðeins einn látist úr flensunni innan Bandaríkjanna, mexíkóskt barn sem var í heimsókn hjá ættingjum í Texas. Í gær voru tilfellin í Bandaríkjunum 160 sem höfuð verið staðfest, í 21 ríki. ,,Hluti af þessari fjölgun er vegna þess að við höfum verið að ljúka prófunum á sýnum og hluti af henni er vegna þess að vírusinn er orðinn ansi útbreiddur," segir Anne Schuchat hjá Center for Disease Control and Prevention.

Hún segir búist við því að nokkur ríki til viðbótar staðfesti flensutilfelli á næstu dögum. Í síðustu talningu stofnunarinnar voru sex ríki Bandaríkjanna komin með fleiri en tíu tilfelli. Flest í Texas, sextíu og þrjú, 26 í Kalíforníu, átján í Arisóna, fimmtán í Suður Karólínu og tíu í Delaware.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert