Til átaka kom milli svínabænda og óeirðalögreglu í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í dag vegna ákvörðunar stjórnvalda að slátra öllum 250 þúsund svínum landsins. Á milli þrjú og fjögur hundruð íbúar hverfis í borginni köstuðu grjóti og flöskum í lögreglumenn sem hugust sækja svín þeirra. Lögregla beitti táragasi til að dreifa fjöldanum.
Hafist var handa við slátrun svínana í gær, þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafi lýst yfir að engar vísbendingar væru um að smit bærist frá svínum í menn.
Ekkert staðfest tilfelli svínaflensu hefur komið upp í Egyptalandi.