Danska leyniþjónustan (PET) grunar íraskan karlmann sem býr í Danmörku um að vera yfirmann hryðjuverkasamtaka í Norður-Evrópu sem sjá um að finna mögulega einstaklinga til að fremja sjálfsvígsárásir í Írak. Greint er frá þessu í Politiken. PET hefur í rúmt ár reynt að fá Amer Saeed, 42 ára, vísað úr landi á grundvelli hryðjuverkalaga án árangurs. Hefur beiðni PET verið hafnað á grundvelli mannréttinda og býr hann enn í Danmörku.
Politikien segist hafa undir höndum skjöl frá þýskum dómstól sem sýni fram á náin tengsl Saeed og Marokkóbúa sem eru liðsmenn Al-Qaeda.