Varaformaður breska Verkamannaflokksins, Harriet Harman, neitar því að hún sækist eftir formannsembætti í flokknum líkt og fram hefur komið í breskum fjölmiðlum. Í viðtali við BBC Today í dag sagði hún að fréttin væri röng og hún myndi aldrei óska eftir formannsembættinu.
„Ég hef engan áhuga á því að verða forsætisráðherra né heldur formaður Breska dagblaðið Daily Telegraph greindi frá því að Harman hafi tjáð vinum sínum að hún myndi bjóða sig fram ef reynt yrði að koma Gordon Brown, forsætisráðherra og formanni Verkamannaflokksins, frá völdum.
Harman sagði í viðtali við BBC að hún ætlaði sér að standa við loforð sem hún gaf á sínum tíma að hún myndi standa þétt við bakið á Brown.