Sænsk stjórnvöld staðfestu í dag að kona, sem nýlega kom heim til Stokkhólms úr ferð til New York, hefði greinst með inflúensu af A(H1N1) stofni, svonefnda svínaflensu. Ein kona hefur áður greinst í Danmörku með sjúkdóminn.
Um er að ræða konu á sextugsaldri, sem kom veik heim úr ferð til New York. Hún náði sér fljótlega og var ekki lögð inn á sjúkrahús og því ekki sett í einangrun. Sænska landlæknisembættið lýsti því hins vegar yfir um helgina, að konan hefði líklega veikst af umræddri inflúensu og það hefur nú verið staðfest.
Fjölskylda konunnar og aðrir, sem hún hefur átt samneyti við nýlega, hafa fengið flensulyf en enginn þeirra hafa fengið sjúkdómseinkenni. Þess vegna er konan ekki hafa smitað aðra í Svíþjóð.