Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur synjað beiðni John Demjanjuk, sem er sakaður um að hafa verið fangavörður í útrýmingarbúðum nasista, um að fá að vera í landinu. Rétta á í máli Demjanjuk í Þýskalandi þar sem hann er sakaður um stríðsglæpi.
Demjanjuk, sem er 89 ára, heldur því fram að hann sé of veikur til að ferðast. Hann er búsettur í Ohio í Bandaríkjunum.
Hæstaréttardómarinn John Paul Stevens neitaði hins vegar að verða við kröfunn.
Demjanjuk neitar því að hafa verið fangavörður í Sobibor dauðabúðunum á tímum síðar heimsstyrjaldarinnar. Hann er sakaður um að hafa átt þátt í dauða 29.000 gyðinga.
Hann heldur því fram að Þjóðverjar hafi handtekið sig í Úkraínu í stríðinu og að hann hafi verið fangi.