Uppreisnarmönnum verði útrýmt

Vígalegur pakistanskur hermaður.
Vígalegur pakistanskur hermaður. Reuters

Forsætisráðherra Pakistans segist hafa fyrirskipað hernum að útrýma uppreisnarmönnum og hryðjuverkamönnum. Svo virðist sem að hann sé að vísa til þeirra hernaðaraðgerða sem beinast nú gegn Talibönum í landinu.

Yusuf Raza Gilani sagði þetta í sjónvarpsávarpi í kvöld.

Átök í Swat-dalnum hafa færst mjög í aukana undanfarna daga, sem og víða annarstaðar í norðvesturhluta landsins. Þúsundir saklausra borgara hafa neyðst til að flýja heimili sín.

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur lýst yfir ánægju með aðgerðir Pakistana.

Gates segir afar litlar líkur á því að Talibanar geti komið höndum sínum yfir kjarnorkuvopn landsins.

Að sögn pakistanska hersins hafa a.m.k. 10 hermenn látið lífið og níu særst í átökunum sl. sólarhring.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert