Vilja endurheimta söfnunarfé

Gordon Brown fyrir framan Downing Street 10 í London.
Gordon Brown fyrir framan Downing Street 10 í London. Toby Melville

Sjálfboðaliðar, krabbameinssjúklingar og fjölskyldur þeirra hyggjast leggja leið sína í Downings Street 10, þar sem forsætisráðherra Breta hefur aðsetur sitt, og afhenda honum 100 þúsund undirskriftir.

Hópurinn krefst þess að endurheimta þær 6,5 milljón punda sem Christie krabbameinsmiðstöðin missti þegar Kaupthing Singer and Friedlander féll sl. haust. Frá þessu er greint á vef BBC.

Búist er við hópi um 50 manns við Downings Street 10 í dag. Hópurinn hefur klætt sig upp til þess að leggja áherslu á það hvernig þeim tókst að safna fé fyrir krabbameinssérfræðimiðstöð frá hjólreiðafólki, söngvurum og dönsurum.

Sumir hyggjast halda á lofti stækkuðum ljósmyndum af ástvinum sínum, en margir söfnuðu fé til þess að halda minningu látinna ástvina á lofti. Síðdegis í gær fór hópur fólks í skrúðgöngu um Manchester síðdegis áður en fulltrúar hópsins voru sendir til forsætisráðherrans.

Í byrjun síðasta mánaðar kom út opinber skýrsla þar sem lagt var til að góðgerðarstofnanir fengu bætur fyrir það sem þær töpuðu á falli íslenska bankakerfisins.

Ársvelta Christie er um 153 milljónir punda, en árlega safnar stofnunin 13 milljónum punda til þess að bæta þjónustu við krabbameinssjúklinga og rannsóknir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert