Leki um útgjöld kærður

Gordon Brown utan við Downingstræti 10 í dag.
Gordon Brown utan við Downingstræti 10 í dag. Reuters

Breska þingið hefur kært til Lundúnalögreglunnar Scotland Yard að upplýsingum um kostnaðargreiðslur til ráðherra og þingmanna á árunum 2004-2008 var lekið til blaðsins Daily Telegraph. Sky fréttastofan hefur eftir talsmanni þingsins, að miklar líkur séu taldar á að lögbrot hafi verið framið. 

Málið þykir afar vandræðalegt fyrir Gordon Brown, forsætisráðherra og Verkamannaflokkinn en í ljós kom, að hann greiddi bróður sínum fyrir ræstingar og lét þingið borga brúsann. Þá rukkaði hann tvívegis sama pípulagningarreikninginn. 

Fleiri ráðherrar þurfa að svara óþægilegum spurningum vegna reikninga, sem þeir hafa fengið greidda. Jack Straw, dómsmálaráðherra varð m.a. að endurgreiða fé sem hann hafði fengið vegna of hárra reikninga sem hann sendi inn fyrir borgun á húsnæðiskostnaði og afborgunum veðlána.

Peter Mandelson, viðskiptaráðherra, lét greiða fyrir sig reikninga, sem hljóðuðu upp á um 3 þúsund pund vegna viðgerða á húsi sínu í Hartlepool eftir að hann hafði sagt af sér þingmennsku. Og David Miliband eyddi hundruðum punda í garðinn á heimili sínu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert