Fundu sjö lík á fjalli

Kínverskum björgunarmönnum var verulega brugðið þegar þeir fundu sjö lík á nokkrum dögum á Taishan-fjalli í Shandong héraði í norðurhluta Kína. Mennirnir leituðu ferðamanns sem hvarf á fjallinu 28. apríl sl. Maðurinn var ekki á meðal þeirra látnu og er hans enn leitað. Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum hefur ekki enn verið borið kennsl á líkin og ekki liggur fyrir hvernig fólkið dó eða hvenær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka