Írar fleygi evrunni

Frá þorpinu Lisdoonvarna á eyjunni grænu.
Frá þorpinu Lisdoonvarna á eyjunni grænu. Þorkell Þorkelsson

Írski hagfræðingurinn David McWilliams vitnar í reynslu Íslendinga og segir í grein í Irish Independent í vikunni að Írar eigi að bregðast við efnahagsvandanum með því að leggja af evruna og taka aftur upp írska pundið. Þá muni gengið hrynja og Írar verða aftur samkeppnisfærir á alþjóðamörkuðum.

,,Við eigum meira en nóg af sparifé innanlands til að bregðast við hvaða tímabundnum skorti sem stjórnvöld geta þurft að kljást við," segir McWilliams. ,,Reyndar er það svo að á Íslandi, landi sem tók upp svipaða stefnu í september sl., varð verðbólguskot en nú hefur verðbólgan hrapað á ný. Auðvitað mun írska bankakerfið, sem veðjaði á evruna, verða gjaldþrota. En bankar eru bara stofnanir og kannski er þetta ekki slæmt af því að þá gæti sprottið upp nýr banki (eða bankar)."

Grein McWilliams má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka