Írski hagfræðingurinn David McWilliams vitnar í reynslu Íslendinga og segir í grein í Irish Independent í vikunni að Írar eigi að bregðast við efnahagsvandanum með því að leggja af evruna og taka aftur upp írska pundið. Þá muni gengið hrynja og Írar verða aftur samkeppnisfærir á alþjóðamörkuðum.
,,Við eigum meira en nóg af sparifé innanlands til að bregðast við hvaða tímabundnum skorti sem stjórnvöld geta þurft að kljást við," segir McWilliams. ,,Reyndar er það svo að á Íslandi, landi sem tók upp svipaða stefnu í september sl., varð verðbólguskot en nú hefur verðbólgan hrapað á ný. Auðvitað mun írska bankakerfið, sem veðjaði á evruna, verða gjaldþrota. En bankar eru bara stofnanir og kannski er þetta ekki slæmt af því að þá gæti sprottið upp nýr banki (eða bankar)."
Grein McWilliams má lesa hér.