Lítilli kjörsókn spáð

Bú­ist er við að aðeins um þriðjung­ur þeirra, sem eru á kjör­skrá, kjósi í kosn­ing­un­um í júní þegar 736 full­trú­ar verða kjörn­ir í Evr­ópuþingið.

Skoðana­könn­un, sem gerð var í byrj­un árs­ins, benti til þess að kjör­sókn­in yrði aðeins 34% og minni en nokkru sinni fyrr í kosn­ing­um til Evr­ópuþings­ins. Kjör­sókn­in hef­ur minnkað jafnt og þétt frá ár­inu 1979 og var 45% árið 2004. Sér­fræðing­ar nefna marg­ar skýr­ing­ar, t.a.m. að fólk hafi litla þekk­ingu á valdi eða hlut­verki Evr­ópuþings­ins.

„Bar­átta okk­ar snýst fyrst og fremst um það að af­stýra því að fólkið sitji heima,“ sagði franski land­búnaðarráðherr­ann og hægrimaður­inn Michel Barnier.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert