Lítilli kjörsókn spáð

Búist er við að aðeins um þriðjungur þeirra, sem eru á kjörskrá, kjósi í kosningunum í júní þegar 736 fulltrúar verða kjörnir í Evrópuþingið.

Skoðanakönnun, sem gerð var í byrjun ársins, benti til þess að kjörsóknin yrði aðeins 34% og minni en nokkru sinni fyrr í kosningum til Evrópuþingsins. Kjörsóknin hefur minnkað jafnt og þétt frá árinu 1979 og var 45% árið 2004. Sérfræðingar nefna margar skýringar, t.a.m. að fólk hafi litla þekkingu á valdi eða hlutverki Evrópuþingsins.

„Barátta okkar snýst fyrst og fremst um það að afstýra því að fólkið sitji heima,“ sagði franski landbúnaðarráðherrann og hægrimaðurinn Michel Barnier.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert