Annað flensutilfelli greinist í Svíþjóð

Starfsmenn Sóttvarnarstofnunar ESB fylgjast grannt með útbreiðslu veirunnar.
Starfsmenn Sóttvarnarstofnunar ESB fylgjast grannt með útbreiðslu veirunnar. Reuters

Yfirvöld í Svíþjóð hafa staðfest að annað tilfelli inflúensu A (H1N1) hafi greinst í landinu. Um sé að ræða ungan karlmann sem kom nýverið frá New York í Bandaríkjunum.

Fram kemur í yfirlýsingu fram heilbrigðisyfirvöldum að maðurinn hafi verið veikur undanfarna þrjá daga, en að ástand hans sé stöðugt.

Maðurinn er 25 ára gamall búsettur í Stokkhólmi.

Fyrsta tilfelli svínaflensunnar svokölluðu í Svíþjóð greindist á miðvikudag í konu á fimmtugsaldri. Hún hafði einnig verið í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert