Dómari í borginni Jeddah í Saudí-Arabíu uppskar nokkur mótmæli þegar hann sagði það í lagi fyrir eiginmenn að slá konur sínar utan undir fyrir bruðl með peninga. Dómarinn lét þessi orð falla í erindi sínu á ráðstefnu um heimilisofbeldi.
Dómarinn, Hamad al-Razine , tók dæmi um að ef eiginmaður léti konu sína fá 320 dollara (Um fjörutíu þúsund krónur) og hún eyddi 240 dollurum af því í abaya (hefðbundinn alklæðnaður arabískra kvenna ) úr merkjabúð væri í lagi að bregðast við með að slá hana í andlitið.
Razine viðurkenndi að heimilisofbeldi væri stórt vandamál en sagði eiginkonurnar eiga þar töluverða sök á máli vegna hegðunar sinnar. Og hann sagðist ekki sáttur með hversu vel þær slyppu frá umræðunni.
Fjölmargir sóttu ráðstefnuna, opinberir embættismenn jafnt og fólk úr samtökum sem berjast gegn heimilisofbeldi.