Hermenn ríkisstjórnarinnar í Austur-Kongó hafa orðið uppvísir að ofbeldi gegn pygmýum (smávöxnum kynþætti) í þorpinu Kisa í Walikale. Meðal annars var þorpshöfðinginn afklæddur og brotið á honum kynferðislega fyrir framan fjölskyldu hans. Börnum höfðingjans var jafnframt nauðgað fyrir framan hann.
Hermennirnir telja sig fá ofurkrafta og vernd guðanna með athæfi sínu. Mannréttindasamtök hafa lengi barist gegn ofbeldi á pygmýum. Um er að ræða smávaxinn kynþátt af ættbálki Mò-Áka - frumstætt veiðimannasamfélag - sem býr í skógum á Austur-Kongós við miðbaug. Ættbálkurinn hefur lengi átt undir högg að sækja vegna fordóma og ofbeldis.