Traust á Brown og flokki hans fer þverrandi

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hefur ríka ástæðu til að halda …
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hefur ríka ástæðu til að halda um höfuð sér. Mikil reiði ríkir meðal bresks almennings vegna gengdarlausrar sóunar þingmanna og ráðherra í ríkisstjórn Browns á almannafé á sama tíma og kreppir að hjá hinum almenna skattgreiðanda. Reuters

Fylgi breska verka­manna­flokks­ins mæl­ist nú aðeins 23% sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un. Fylgi verka­manna­flokks­ins hef­ur ekki mælst minna frá því kann­an­ir hóf­ust árið 1943. Sam­kvæmt ann­arri könn­un nýt­ur Gor­don Brown einskis stuðnings. Sjö af hverj­um tíu segja Brown rú­inn trausti í kjöl­far hrinu hneykslis­mála og siðspill­ing­ar breskra þing­manna.

Vin­sæld­ir rík­is­stjórn­ar Brown voru ekki mikl­ar fyr­ir en síðustu tvær vik­ur hafa ekki bætt úr skák. Upp­lýs­ing­um um kostnaðargreiðslur til ráðherra og þing­manna á ár­un­um 2004-2008 var lekið til blaðsins Daily Tel­egraph og er að því ýjað að lög­brot hafi verið fram­in í ein­hverj­um til­vik­um. 

Málið er væg­ast sagt vand­ræðal­egt fyr­ir Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra og Verka­manna­flokk hans en í ljós kom, að Brown greiddi bróður sín­um fyr­ir ræst­ing­ar og lét þingið borga brús­ann. Þá rukkaði hann tví­veg­is sama pípu­lagn­ing­ar­reikn­ing­inn. 

Fleiri ráðherr­ar þurfa að svara óþægi­leg­um spurn­ing­um vegna reikn­inga, sem þeir hafa fengið greidda.

Þing­menn Sinn Fein, þeirra á meðal Gerry Adams einn leiðtoga flokks­ins, hafa þegið greiðslur upp á 500 þúsund pund vegna íbúða í Lund­ún­um en full­trú­ar Sinn Fein hafa þó ekki setið á breska þing­inu.

John Gum­mer, þingmaður breska íhalds­flokks­ins fékk greidd rúm níu þúsund pund á ári af skatt­fé vegna garðvinnu en inni í þeirri upp­hæð voru 100 pund ári vegna skor­dýra­eitr­un­ar.

Kitty Uss­her, ráðherra í rík­is­stjórn Browns, lét breska ríkið fyr­ir stærst­an hluta af 20 þúsund punda end­ur­bót­um á íbúð í Lund­ún­um skömmu eft­ir að hún tók sæti á þing­inu. Uss­her hafði búið í íbúðinni í fimm ár þegar öllu var bylt þar.

„Ég geri mér grein fyr­ir að þetta er tölu­vert meira en heim­ild­ir segja til um en vin­sam­leg­ast greiðið eins mikið og ykk­ur er unnt,“ sagði Uss­her í orðsend­ingu til breska þings­ins þegar hún krafðist end­ur­greiðslu vegna end­ur­bót­annna á íbúð sinni.

Jack Straw, dóms­málaráðherra varð m.a. að end­ur­greiða fé sem hann hafði fengið vegna of hárra reikn­inga sem hann sendi inn vegna hús­næðis­kostnaðar og af­borg­un­ar veðlána.

Peter Mandel­son, viðskiptaráðherra, lét greiða fyr­ir sig reikn­inga, sem hljóðuðu upp á um 3 þúsund pund vegna viðgerða á húsi sínu í Hartlepool eft­ir að hann hafði sagt af sér þing­mennsku.

Og Dav­id Mili­band eyddi hundruðum punda í garðinn á heim­ili sínu.

List­inn virðist nær enda­laus.

Hugs­an­legt er að lög hafi verið brot­in í ein­hverj­um til­vik­um. Krepp­an bít­ur Breta nú líkt og aðrar þjóðir. Frétt­ir af gengd­ar­lausri sóun breskra þing­manna og ráðherra und­an­farn­ar tvær vik­ur hafa vakið mikla reiði meðal bresks al­menn­ings. 

Fylgið hryn­ur af Verka­manna­flokkn­um og raun­ar öðrum flokk­um líka. Stjórn­mála­menn eru ugg­andi en þing­kosn­ing­ar fara fram í Bretlandi um mitt næsta ár.

Í könn­un sem gerð var dag­ana 7. til 9. maí sögðust aðeins 23% eða inn­an við fjórðung­ur styðja verka­manna­flokk­inn. Könn­un­in náði til rúm­lega 2.000 manna.

Sam­kvæmt könn­un sem ICM gerði fyr­ir News of the World weekly telja 68% Breta að frétt­ir af fjár­austri breskra þing­manna hafi skaðað Gor­don Brown. 89% svar­enda sögðu orðspor breskra þing­manna hafa beðið hnekki.

Geor­ge Carey lá­v­arður og fyrr­um erki­bisk­up af Kant­ar­borg ger­ir siðspill­ing­una og sóun þing­manna að um­tals­efni í blaðagrein. Carey lá­v­arður seg­ir að það sé efa­mál hvort bresk­um stjórn­mála­mönn­um tak­ist að end­ur­vinna traust al­menn­ings eft­ir þessa hrinu hneykslis­mála.

„Siðferði á þing­inu hef­ur hnignað mjög og hef­ur ekki verið minna í manna minn­um,“ skrif­ar Carey lá­v­arður.

Gor­don Brown hef­ur heitið að breyta regl­um um starfs­greiðslur til þing­manna og ráðherra. Þá hef­ur einn nán­asti sam­starfsmaður hans, Ed Mili­band, sagt að umræður und­an­far­inna tveggja vikna hafi verið þörf áminn­ing um það kerfi sem er við lýði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert