Berlusconi Evrópu til skammar

Berlusconi og Davíð á Þingvöllum fyrir réttum sjö árum.
Berlusconi og Davíð á Þingvöllum fyrir réttum sjö árum. mbl.is/RAX

Erkki Tu­omi­oja, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Finn­lands, gagn­rýn­ir Sil­vio Berlusconi, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, harðlega á bloggsíðu sinni í dag og seg­ir að hann sé allri Evr­ópu til skamm­ar.

„Það er hægt að leiða hjá sér ósmekk­leg um­mæli for­sæt­is­ráðherr­ans um  mat­arsmekk og menn­ingu í öðrum ríkj­um en karlrembu­leg fram­koma hans og tals­máti myndi í öðrum siðmenntuðum ríkj­um verða til þess, að hon­um yrði bolað frá embætti," seg­ir Tu­omi­oja, að því er kem­ur fram á frétta­vef blaðsins Hels­ing­in Sanom­at.

Finn­ar eru enn bál­reiðir út í Berlusconi fyr­ir að láta þau um­mæli falla, í heim­sókn hans til borg­ar­stjóra Róm­ar í síðustu viku, að þar í borg væru kirkj­ur mik­il­feng­leg­ar og merki­legri en 18. ald­ar timb­ur­kirkja, sem hann hefði skoðað í Finn­landi. Berlusconi sagðist hafa verið vak­inn snemma morg­uns og síðan þurft að ferðast í þrjár klukku­stund­ir að kirkj­unni. „Hérna hefðum við látið ýtur jafna svona kirkj­ur við jörðu," sagði Berlusconi og  teiknaði X með fingr­un­um fram­an við sjón­varps­vél­arn­ar.  

Finn­ar hafa reynt að átta sig á hvaða kirkju Berlusconi hafi átt við. Hann hef­ur einu sinni komið í heim­sókn til Finn­lands, árið 1999, áður en hann varð for­sæt­is­ráðherra, en ekki er vitað til að hann hafi þá skoðað nein­ar kirkj­ur, hvað þá timb­ur­kirkj­ur frá 18. öld. 

Blaðið hef­ur í dag eft­ir ít­alska blaðamann­in­um Gi­anlucca Luzzi, sem starfar hjá ít­alska blaðinu La Repubblica, að senni­lega hafi Berlusconi verið að vísa til kirkju á Íslandi, Þing­valla­kirkju, sem hann sá þegar hann heim­sótti Davíð Odds­son, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, á Þing­völl­um í maí árið 2002. Berlusconi skoðaði þá einnig Gull­fossi og Geysi.

Luzzi hef­ur fylgt Berlusconi eft­ir á ferðum hans um heim­inn og seg­ist telja, að for­sæt­is­ráðherr­ann hafi hrein­lega ruglað sam­an Norður­lönd­un­um tveim­ur.  

Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Berlusconi móðgar Finna. Árið 2001 lýsti hann því yfir, að ekki væri hægt að hafa höfuðstöðvar nýrr­ar mat­væla­stofn­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins í landi þar sem þjóðin vissi ekki einu sinni hvað Parma­skinka væri.

Og þegar þessi mat­væla­stofn­un var tek­in form­lega í notk­un - í Parma á Ítal­íu - gortaði Berlusconi af því að hafa beitt glaum­gosa­tækni á Törju Halon­en, for­seta Finn­lands, þegar fékk Finna til að leyfa Ítöl­um að hýsa stofn­un­ina.

Hels­ing­in Sanom­at tek­ur fram, að deila Finna og Ítala um mat­væla­stofn­un­ina hafi staðið yfir árum sam­an á vett­vangi for­sæt­is­ráðherra land­anna en Halon­en hafi ekki komið að því máli.     

Hels­ing­in Sanom­at

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert