Cameron: Hrun í breskum stjórnmálum

Cameron er hann flutti ávarp sitt í hjúkrunarskólanum Royal College …
Cameron er hann flutti ávarp sitt í hjúkrunarskólanum Royal College of Nurses in Harrogate í dag Reuters

David Cameron, formaður breska Íhaldsflokksins, sagði er hann ávarpaði ráðstefnu í hjúkrunarskólanum Royal College of Nursing í Harrogate í dag að hrun hafi átt sér stað í breskum stjórnmálum. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

„Þegar vandamálin í þjóðfélaginu eru jafn stór og nú, þegar skuldir og upplausn heimila og glæpir blasa við og fólk spyr sig grundvallarspurninga um framkomu og ábyrgð einstaklinga, þá er ekki bara æskilegt heldur stjórnmálalega nauðsynlegt að fulltræuar okkar sýni gott fordæmi,” sagði hann.

„Skortur á ábyrgðarkennd og litlar kröfur um ábyrgðarkennd hafa leitt til efnahagshruns, samfélagshruns og einnig stjórnmálalegs hruns.”

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, viðurkenndi í ávarpi sem hann hélt á sömu ráðstefnu í morgun að mistök hafi verið gerð í tengslum við kostnaðargreiðslur til ráðherra og þingmanna á árunum 2004-2008 og beðist afsökunar á þeim fyrir hönd allra flokka.

„Alveg eins og þið standið undir ströngustu kröfum í ykkar starfgrein verðum við að sýna að við stöndum undir ströngustu kröfum í okkar starfsgrein. Og við verðum að sýna að þar sem mistök hafa verið gerð, að þar sem mistök hafa komið upp á yfirborðið, séu þau leiðrétt í snatri,” sagði Brown í hjúkrunarskólanum Royal College of Nursing í Harrogate í dag:

„Við verðum líka að sýna fólki að við séum í raun að vinna að velferð samfélagsins og framtíð þess og vera meðvituð um það að í okkar starfsgrein er traustið mikilvægasta eignin,  líkt og í ykkar starfsgrein.” 

„Ég vil biðjast afsökunar á því fyrir hönd stjórnmálamanna og allra flokka sem gerst hefur á síðustu dögum.”  

Í upplýsingum um kostnaðargreiðslurnar sem lekið var til dagblaðsins Daily Telegraph kemur m.a. fram að þingmenn hafi fengið endurgreiðslur vegna kaupa á gæludýrafóðri, ljósaperum, byggingarefni og garðsláttuvél.

Flestar upplýsingarnar sem birtar hafa verið tengjast þingmönnum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins. 

Cameron hefur áður hvatt þingmenn til að biðjast persónulega afsökunar.

Málið verður tekið fyrir á breska þinginu í dag og m.a. rædd hugmynd um að sett verði upp sérstakt eftirlit með kostnaðargreiðslum til þingmanna 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert