Benedikt páfi, sem heimsótti Yad Vashem Helfararsafnið í Jerúsalem í dag, segir að það megi aldrei afneita þjáningum þeirra sem lifðu af helförina.
„Megi nöfn fórnarlambanna aldrei gleymast. Þjáningum þeirra afneitað, gert lítið úr þeim eða þeim gleymt,“ sagði páfi er hann stóð á meðal gyðinga sem lifðu helförina af.
Benedikt páfi sagði við komuna til Tel Aviv í Ísrael að gyðingahatur væri algjörlega óviðunandi.
Þá lýsti hann yfir stuðningi við rétt Palestínumanna að eignast sína eigin ættjörð.