Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins boðaði í dag verulegan niðurskurð á aflaheimildum næsta fiskveiðiárs þar sem stjórnin tekur kvótann of mikinn eins og hann í dag og því hætta á að nýliðun verði ekki næg í fiskistofnum. Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál hjá ESB, leggur til að kvótinn verði skorinn niður um 25% hið minnsta á þeim tegundum sem eru í mestri hættu.
Að sögn Borg hefur ákveðnum árangri verið náð frá árinu 2002 í að byggja upp fiskistofna. Hann segir ástæðuna fyrir því að árangurinn sé ekki meiri en raun ber vitni vera að fiskveiðikvótinn hafi alltaf verið of mikill þannig að nýliðunin hafi ekki verið nægjanlegt. Talið er að um ofveiði sé að ræða á um 80% fiskistofna sem veiddir eru innan ESB samanborið við 28% á heimsvísu.
Framkvæmdastjórnin er hins vegar reiðubúin til þess að auka veiðiheimildir á þeim sem ekki eru í hættu. Jafnvel megi auka aflaheimildir á þeim um allt að 25%. Ekkert er þó ákveðið hvað varðar úthlutun aflaheimilda fyrir næsta fiskveiðiár þar sem eftir á að ræða málið meðal sjávarútvegsráðuneyta aðildarríkjanna 27.