Timohty Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, mun fara í sína fyrstu opinberu heimsókn til Kína dagna 1.-2. júní. Geithner mun funda með kínverskum ráðamönnum um margvísleg sameiginleg hagsmunamál þjóðanna, að því er segir í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu.
Fram kemur að fjármálaráðherrann muni ræða um að efla efnahagstengsl þjóðanna í þeim tilgangi að stuðla að stöðugum hagvexti í ríkjunum.