Vísindamenn í Bólivíu segja að einn af þekktustu jöklum landsins, Chacaltaya, sé nánast horfinn og sé orsökin loftslagsbreytingar. Jökullinn er í um 5.300 metra hæð og var áður hæsta skíðasvæði heims.
Nú eru aðeins eftir nokkrir ísklumpar við tindinn þar sem jökullinn var áður en ekki er langt síðan því var spáð að hann myndi lifa allt til ársins 2015. Jökull hefur verið á þessum stað í 18.000 ár, að sögn vísindamanna. Óttast er að bráðnun jökla valdi vatnsskorti í tveim borgum á svæðinu.