Páfi við Grátmúrinn

Benedikt XVI páfi skilur eftir skilaboð til Guðs í Grátmúrnum
Benedikt XVI páfi skilur eftir skilaboð til Guðs í Grátmúrnum AP

 Benedik páfi  XVI baðst fyrir við Grátmúrinn í Jerúsalem, helgasta stað gyðinga, í morgun en páfi kom til Ísraels í gær. Páfi skildi síðan eftir skrifleg skilaboð til Guðs á milli steinanna í múrnum líkt og hefð er fyrir meðal gyðinga. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Rabbíni tók einnig þátt í athöfninni við múrinn en áður en páfi fór að múrnum hitti hann trúarlegan leiðtoga múslíma á Musterishæðinni þar sem ein helgasta moska múslíma stendur. Við það tækifæri minntist páfi þess að trúarbrögðin þrjú eigi öll sameiginlegar rætur í frásögninni um Abraham og Jerúsalem.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert