Þingmenn Íhaldsflokksins endurgreiði kostnað

David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins.
David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Reuters

David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, mun tilkynna á blaðamannfundi síðar í dag að nokkrir áhrifamenn innan þingflokks hans muni endurgreiða kostnað sem þeir hafi ranglega fengið greiddan af almannafé. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Upplýsingum um kostnaðargreiðslurnar var lekið var til dagblaðsins Daily Telegraph. Þar kemur m.a. fram að þingmenn hafi farið fram á og fengið endurgreiðslur vegna kaupa á gæludýrafóðri, ljósaperum, byggingarefni, garðsláttuvél og vegna sundlaugabygginga við heimili sín.

Flestar upplýsingarnar sem birtar hafa verið tengjast þingmönnum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins. 

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, baðst afsökunar á málinu í gær. Hans fyrstu viðbrögð við því voru hins vegar þau að krefjast rannsóknar á því hvernig blaðið hefði komist yfir upplýsingarnar, sem ekki eiga að vera aðgengilegar almenningi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert