Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að það yrði engum til góðs að láta birta ljósmyndir sem sýna bandaríska hermenn að pynta fanga. Jafnframt gæti myndbirtingin ýtt undir aukið hatur gagnvart bandarískum hermönnum.
Forsetinn segir að myndirnar séu ekki tilkomumiklar og að herinn hafi tekið á öllum þeim atvikum sem hafi komið upp innan hersins, þ.e. þar sem greint hefur verið frá ofbeldi gagnvart föngum. Gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana að sögn forsetans.
Til stóð að birta myndirnar 28. maí nk. í kjölfar dómsúrskurðar.