Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur snúist hugur varðandi birtingu á ljósmyndum sem sýna meintar pyntingar í fangelsum Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan í tíð ríkisstjórnar George W. Bush. Forsetinn reynir nú að koma í veg fyrir birtingu þeirra.
Bandaríkjastjórn samþykkti í síðasta mánuði að birta myndirnar í kjölfar dómsúrskurðar.
Obama telur nú að myndirnar muni gera störf bandarískra hermanna í Afganistan og Írak erfiðari að sögn talsmanna Hvíta hússins.
Stefnt var að því að birta 44 myndir 28. maí.