Vilja laða fleiri ferðamenn til Bandaríkjanna

Miklagljúfur er ein af perlum Bandaríkjanna.
Miklagljúfur er ein af perlum Bandaríkjanna. AP

Bandaríkin verða að leggja meira á sig til að laða erlenda ferðamenn til landsins. Þetta eru bandarískir þingmenn og ferðamálasérfræðingar sammála um.

„Önnur lönd eru þarna úti að segja við alþjóðlega ferðamenn: „Komið til Rómar. Sjáið fegurð Ítalíu. Heimsækið París. Sjáið undur Frakklands. Komið til London.“ Önnur lönd taka virkan þátt í þessu vegna þess að þau vita að þetta býr til fjölmörg störf,“ segir öldungadeildarþingmaður demókrata, Byron Dorgan.

Hann er aðalflutningsmaður lagafrumvarps sem er ætlað að hleypa af stokkunum samstilltri herferð sem á að laða fleiri erlenda ferðamenn til Bandaríkjanna.

Hver erlendur ferðamaður er sagður verja um það bil 4.000 dölum (505.000 kr.) á meðan hann dvelur í landinu. Í fyrra námu tekjurnar um 1,38 billjónum Bandaríkjadala og um 8,6 milljónir starfa tengjast ferðamannaiðnaðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert