Allar NATO-þjóðir leggi sitt að mörkum

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdarstjóri NATO.
Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdarstjóri NATO. Reuters

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins NATO, sagði í morgun að enduruppbygging stjórnkerfisins í Afganistan sé ekki síður mikilvæg en hernaðarlegur sigur gegn uppreisnarmönnum þar.

„Fólk ætti ekki að daga þá ályktun að takmarkið með veru okkar þar sé hernaðarlegur sigur,” sagði hann. „Það er ekki markmiðið. Við erum þar til að skapa öryggi og stöðugleika sem Afganistan getur vaxið innan. Uppbygging og þróunarstarf eru jafn mikilvæg, þar sem borgaralegir hlutir eru jafn mikilvægir og hernaðarlegir. Það er ástæða þess að allar alþjóðlegar stofnanir, ekki bara NATO heldur einnig aðrar, ættu að gera Afganistan að pólitísku forgangsverkefni.”

70.000 hermenn eru í Afganistan á vegum NATO og til stendur að bandaríkum hermönnum þar verði fjölgað um 21.000.

Scheffer sagðist fagna framtaki Bandaríkjastjórnar en sagði jafnframt að eigi aðgerðir NATO í Afganistan að bera árangur verði allar 28 aðildarþjóðir NATO að leggja sitt að mörkum.

Scheffer mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri NATO í júlí og mun Anders Fogh Rasmussen taka við af honum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert