Ætla að stöðva gleðigöngur

Svetlana Loboda frá Úkraínu mun taka þátt í úrslitum Evróvisjón …
Svetlana Loboda frá Úkraínu mun taka þátt í úrslitum Evróvisjón á laugardag. Reuters

Rússneskir embættismenn segja, að lögregla í Moskvu muni sjá til þess að lögum verði framfylgt og stöðva allar óleyfilegar gleðigöngur samkynhneigðra á laugardag þegar úrslit Evróvisjón söngvakeppninnar fara fram.

Interfax fréttastofan hefur eftir Leoníd Vedenov, yfirmanni hjá lögreglunni, að þess verði vandlega gætt að engar óleyfilegar samkomur verði haldnar í borginni á laugardag.  

Baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra segjast ætla að halda „slavneska gleðigöngu" í Moskvu á laugardag, áður en úrslit Evróvisjón fara fram þrátt fyrir að borgaryfirvöld hafi bannað slíkar göngur. Lögregla hefur áður stöðvað óleyfilegar gleðigöngur í borginni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert