Fangelsislæknir ræktaði kannabis

Kannabisplöntur
Kannabisplöntur mbl.is/Kristinn

Maður sem norska lögreglan handtók eftir að hafa fundið kannabisplöntur á bæ hans starfar sem fangelsislæknir. Lögreglan fann einnig vopn á bæn læknisins.

Lögreglan gerði skyndileit á bænum á fimmtudaginn, að því er greint er frá á vef norska ríkisútvarpsins. Þar segir jafnframt að hinn handtekni, sem er 34 ára, starfi sem læknir á hjúkrunarheimili og í fangelsi.

Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert