Hætta að styrkja flokkinn

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands Reuter

Örlátustu styrktaraðilar Verkamannaflokksins í Bretlandi ætla að hætta að styrkja flokkinn vegna uppljóstrana um hvernig þingmenn hans hafa nýtt sér reglur um endurgreiðslur vegna kostnaðar af þingmennskunni. Grunur leikur á að farið hafi verið á svig við lög.

Styrktaraðilarnir hafa einnig hvatt til handtöku þingmanna, að því er greint er frá á vefsíðu breska blaðsins The Guardian sem vitnar í Observer. Samkvæmt fréttinni verður flokkurinn af milljónum punda standi styrktaraðilarnir við orð sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert