66 ára og verðandi móðir

Athafnakonan Elizabeth Adeney er fráskilin.
Athafnakonan Elizabeth Adeney er fráskilin.

Breska athafnakonan Elizabeth Adeney blæs á þá gagnrýni að hún sé of gömul til að eignast barn með aðstoð læknisfræðinnar. Hún hefur heldur engan áhuga á því þótt hún sé að verða elsta móðir landsins.

Adeney er komin átta mánuði á leið en hún fór í tæknifrjóvgun til Úkraínu, en hún verður um áttrætt þegar barnið kemst á unglingsaldur.

Patricia Rashbrook er elsta móðir í sögu Bretlands en hún var 62 ára þegar hún eignaðist barn eftir tæknifrjóvgun.

Adeney er rekstrarstjóri í verksmiðju og kveðst vera betur á sig komin líkamlega en helmingurinn af stelpunum í fyrirtækinu.

Málið sé á milli hennar og barnsins og sé öðrum óviðkomandi.

Deilt er um ákvörðun hennar í Bretlandi og finnst mörgum hún vera orðin of gömul til að stíga þetta skref.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka