66 ára og verðandi móðir

Athafnakonan Elizabeth Adeney er fráskilin.
Athafnakonan Elizabeth Adeney er fráskilin.

Breska at­hafna­kon­an El­iza­beth Adeney blæs á þá gagn­rýni að hún sé of göm­ul til að eign­ast barn með aðstoð lækn­is­fræðinn­ar. Hún hef­ur held­ur eng­an áhuga á því þótt hún sé að verða elsta móðir lands­ins.

Adeney er kom­in átta mánuði á leið en hún fór í tækni­frjóvg­un til Úkraínu, en hún verður um átt­rætt þegar barnið kemst á ung­lings­ald­ur.

Pat­ricia Rash­brook er elsta móðir í sögu Bret­lands en hún var 62 ára þegar hún eignaðist barn eft­ir tækni­frjóvg­un.

Adeney er rekstr­ar­stjóri í verk­smiðju og kveðst vera bet­ur á sig kom­in lík­am­lega en helm­ing­ur­inn af stelp­un­um í fyr­ir­tæk­inu.

Málið sé á milli henn­ar og barns­ins og sé öðrum óviðkom­andi.

Deilt er um ákvörðun henn­ar í Bretlandi og finnst mörg­um hún vera orðin of göm­ul til að stíga þetta skref.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert